Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu nýlega fullfermi á austurlandi. Bergur VE kom til löndunar í Neskaupstað á mánudag en Vestmannaey VE fylgdi fast á eftir og kom til hafnar 11.2.2025.
Skip félagsins eru því komin á fullt eftir erfiða bræluviku og gott í sjóinn og góður afli!