Sigurborg SH12 hefur landað 51 tonni í Grundarfirði þar sem aflinn var aðallega þorskur og steinbítur. Skipið stundaði veiðar á svæðum vestan við Bjarg og í Djúpál.
Það sem af er fiskveiðiárinu hefur Sigurborg landað um 168tonnum af steinbít og 487tonnum af þorski. Vertíðin virðist því hafa gengið nokkuð vel fyrir Sigurborgu og er skipið búið að ganga vel á þær aflaheimildir sem skipið fékk úthlutað í upphafi fiskveiðiárs.
Það var FISK-Seafood eigandi Soffanías Cecilsson ehf sem flutti fyrst fréttir af lönduninni og má sjá meira hér að neðan.